Kotungsbóndi
Ég er bara karl í koti
með kerlinguna mína.
Eftir kóngsins sækist sloti
og sprotanum hans fína.
Þjakaður af lífsins þroti
þekki lítið bjartsýnina.
Flýtur meðan helst á floti
fyrir mér reyni’ að brýna.

Fyrir okkar skyldum skríðum
og skrimtum þá fyrir rest.
Sjálfsagt hart hlutskipti líðum
og heilsunnar veilu brest.
Að úr dróma drepumst bíðum
En deyjum vísast úr pest.
Samt horfi ofar fjallshlíðum
og hunsa þetta hvað flest.


 
Guggz
1987 - ...


Ljóð eftir Guggz

Til bróður míns
Kotungsbóndi
Ung móðir
Hetjan
Kría