Ung móðir
Var svo ung og vissi ekki
hvort þess myndi bíða hnekki
ef einsömul færi á prestsins fund
og drýgði synd þar litla stund
sem mér þótti taka árþúsund.
Hann sagði þetta vors Guðs vilja.
Ég fæst víst seint til að skilja

- máttarvöldin.

Seinna tvö hjörtu í mér heyrði slá.
Í sakleysi mínu, sagði’ honum frá.
Þá kvað við; ég þyrfti að þegja,
ei sálu segja.
Ella í Drekkingahyl fengi að deyja.
Svo kroppinn vafði í skýluklút.
Og barnið mitt litla ég bar út.

- En heyri það gráta á kvöldin.

 
Guggz
1987 - ...


Ljóð eftir Guggz

Til bróður míns
Kotungsbóndi
Ung móðir
Hetjan
Kría