Mólakúlú
1.
Manda vanda morðingi
í skógarrjóðri lá.
Mólakúlú Mólakúlú
í moldarbeði lá.
Drýsla týsla tældi hann
tætings litlu meyjarnar
þar til ein sér inn það vann
að túra dúra drepa hann.
Þar endar sögu Mólakúlús
Mólakúlús Mólakúlús
þar endar sögu Mólakúlús
langt í frá.
Því enginn vildi grafa hann
gefa frið og jarða hann
átta manns því tóku hann
drógu hann og lögðu hann
moldarbeðið í....
en brúna ljóta höfuð hans
með gini hans og glirnum hans
snýr norður í.
2.
Mólakúlú
Mólakúlú
sefur þú
sjáðu nöktu fæturna
sem að ganga þér hjá
sjáðu nöktu fæturna
sem að hverfa þér frá
Gaman væri að bíta í þá
narta í þá og glefsa smá
draga þá í gröfina
gröfina já gröfina
og sýna meynni gjöfina
gjöfina já gjöfina
sem dauðinn færa má
ungum stúlkum og þá
skal mönnum skiljast
að Mólakúlú Mólakúlú
mun aldrei við þá skiljast.
Því Mólakúlú Mólakúlú
er það sem grefur þú
í gröf þér eigins huga
og skyldi fáum dyljast
að Mólakúlú Mólakúlú
er aðeins lítil fluga
sem flýgur til og frá.
Manda vanda morðingi
í skógarrjóðri lá.
Mólakúlú Mólakúlú
í moldarbeði lá.
Drýsla týsla tældi hann
tætings litlu meyjarnar
þar til ein sér inn það vann
að túra dúra drepa hann.
Þar endar sögu Mólakúlús
Mólakúlús Mólakúlús
þar endar sögu Mólakúlús
langt í frá.
Því enginn vildi grafa hann
gefa frið og jarða hann
átta manns því tóku hann
drógu hann og lögðu hann
moldarbeðið í....
en brúna ljóta höfuð hans
með gini hans og glirnum hans
snýr norður í.
2.
Mólakúlú
Mólakúlú
sefur þú
sjáðu nöktu fæturna
sem að ganga þér hjá
sjáðu nöktu fæturna
sem að hverfa þér frá
Gaman væri að bíta í þá
narta í þá og glefsa smá
draga þá í gröfina
gröfina já gröfina
og sýna meynni gjöfina
gjöfina já gjöfina
sem dauðinn færa má
ungum stúlkum og þá
skal mönnum skiljast
að Mólakúlú Mólakúlú
mun aldrei við þá skiljast.
Því Mólakúlú Mólakúlú
er það sem grefur þú
í gröf þér eigins huga
og skyldi fáum dyljast
að Mólakúlú Mólakúlú
er aðeins lítil fluga
sem flýgur til og frá.