Söknuður
Minningar um þig,
vængbrotnir fuglar
í huga mínum.
Söknuðurinn brennur inni í mér,
brennir mig inni.
Ég horfi yfir dalinn þinn,
fegurðina sem þú elskaðir.

Sögurnar, hláturinn, brosið, öll hlýjan sem þú gafst. Nálægð þín svo fjarlæg.

Vorið var tíminn þinn, og þegar andvarinn ber ilm þess að vitum mér finn ég að þú verður hjá mér.  
Arnhildur
1988 - ...


Ljóð eftir Arnhildi

Sumarnótt í sveitinni
Innrömmun
Langanir
Orð þín
Söknuður
Þvoðu á þér tærnar barn
Nótt
Hlakkaðu til hrukkanna
Kenning
Lífið
Ég er veiðimaður
Í strætóskýli
Talað við blómin
.
Stjörnuhrap
Sic transit gloria mundi
Sic transit gloria mundi
Orð þín í öðru veldi