

Við göngum um hallir
og trúum að við séum konungborin.
Við sitjum við gnægtarborð matar
og álítum okkur matgæðinga.
Við ökum á glæsivögnum
og teljum okkur ferðalanga.
Við klæðumst glit- og glysklæðum
og tollum í tískunni.
Við höfum þekkinguna við fingurna
og hugsum að við séum vitringar.
Við eigum börn, bæði stór og smá
og höldum við við séum foreldrar.
Við eigum allt í auglýsingunum
og erum hamingjusöm!
og trúum að við séum konungborin.
Við sitjum við gnægtarborð matar
og álítum okkur matgæðinga.
Við ökum á glæsivögnum
og teljum okkur ferðalanga.
Við klæðumst glit- og glysklæðum
og tollum í tískunni.
Við höfum þekkinguna við fingurna
og hugsum að við séum vitringar.
Við eigum börn, bæði stór og smá
og höldum við við séum foreldrar.
Við eigum allt í auglýsingunum
og erum hamingjusöm!