

ég
þú
við saman í freyðibaði
nakinn líkami þinn
vættur súkkulaðibráð
og ég dýfi hverju jarðaberinu
á fætur öðru
ofan í silfurofinn nafla þinn
og á milli tánna.
Ég sleiki saklausa hamborgara
af stinnum geirvörtum þínum
þær stinga
og ég fæ hundrað göt á tunguna
ég taldi þau í gær
vakuminnpakkaðar hnéskeljar þínar
sem ég týndi í fjörunni
við Tunguvík
ilma eins
og nýlagað kamillute
þú
við saman í freyðibaði
nakinn líkami þinn
vættur súkkulaðibráð
og ég dýfi hverju jarðaberinu
á fætur öðru
ofan í silfurofinn nafla þinn
og á milli tánna.
Ég sleiki saklausa hamborgara
af stinnum geirvörtum þínum
þær stinga
og ég fæ hundrað göt á tunguna
ég taldi þau í gær
vakuminnpakkaðar hnéskeljar þínar
sem ég týndi í fjörunni
við Tunguvík
ilma eins
og nýlagað kamillute