Ástin
ég
þú
við saman í freyðibaði
nakinn líkami þinn
vættur súkkulaðibráð
og ég dýfi hverju jarðaberinu
á fætur öðru
ofan í silfurofinn nafla þinn
og á milli tánna.
Ég sleiki saklausa hamborgara
af stinnum geirvörtum þínum
þær stinga
og ég fæ hundrað göt á tunguna
ég taldi þau í gær
vakuminnpakkaðar hnéskeljar þínar
sem ég týndi í fjörunni
við Tunguvík
ilma eins
og nýlagað kamillute  
Fjöllistahópurinn Pjalla
1989 - ...


Ljóð eftir Fjöllistahópinn Pjallu

sjálfs
Signor Rullí
Að losa hnullunga með járnkarli
Gimbill
Sannleikur allífsins
Sæll og Hreinn
Meðalmeðal
dún og fiður
Minning
Þáttur í útvarpinu
Tvídyrður bíll
(ónefnt)
Hugrenningar I
Hugrenningar II
karl í krapinu
hí hí hí hí
Hugrenningar III
Þráinn Bertelsson I
Þráinn Bertelsson II
Ástin