Ævintýri II
Óttasleginn
skreið drengurinn
í gróft og kalt og óþægilegt fangið
á nýja vininum

Treystirðu mér?
spurði vinurinn hissa

Auðvitað treysti ég þér
svaraði drengurinn
þurrkaði sultardropana með erminni
og strauk félaganum um loðna hökuna
þú ert vinur minn

Ég er ekki vanur því að mér sé treyst
sagði tröllið
át drenginn
og grét
 
Bastarður Víkinga
1984 - ...


Ljóð eftir Þórarinn Björn Sigurjónsson

Íslenski Draumurinn (í fjórum litum)
Pragmatískar Hugleiðingar
Bíódagar
Rokk & Ról
Ævintýri II
Kvark