

Dagur rís í austri
með hávær harmakvein,
smígur inn í hjarta
sál svo tær og hrein.
Ást mína áttir þú alla,
í skugga þín ég beið.
Úr fjarska heyrði þig kalla
í sárri en þögulli neyð.
Blóð í svörtu hári,
stjarfur líkami,
liggur í hvítu frosti
Horfinn úr vesælli veröld
með hávær harmakvein,
smígur inn í hjarta
sál svo tær og hrein.
Ást mína áttir þú alla,
í skugga þín ég beið.
Úr fjarska heyrði þig kalla
í sárri en þögulli neyð.
Blóð í svörtu hári,
stjarfur líkami,
liggur í hvítu frosti
Horfinn úr vesælli veröld