Á Kringlukránni
Ég var á kránni kvöld eitt í des
klukkan var margt en alls ekkert spes,
voru kallarnir sem kvöldu minn hug, kvíðin ég nefni einn tug.

Ég hoppaði um gólfið, heit var mín trú,
hamingjan sanna korter í þrjú,
komu þeir enn og kvöldu minn hug
kvalin ég nefni einn tug.

Síðan ég hef ekki farið á stjá
sannlega ekki á þessa krá,
vil ekki þurfa að vera að slást
við vesæla menn og platónska ást.  
Steinkanína
1950 - ...


Ljóð eftir Steinkanínu

Þingvellir
Huldumaður
hestavísur..
Maríubæn.
Hestavísur
Í fyrri daga...
Vetrarkvíði
Eftirsjá
Yngri Blakkur
Á Kringlukránni
in memoriam 18 janúar 1984
Ásta
í tilefni Gleðifundar...
Bryndís Hrund
Úr Grænlandferð 93
Tryllingur...
Svanasöngur
Volæði...
Í öðrum heimi...