Á Kringlukránni
Ég var á kránni kvöld eitt í des
klukkan var margt en alls ekkert spes,
voru kallarnir sem kvöldu minn hug, kvíðin ég nefni einn tug.
Ég hoppaði um gólfið, heit var mín trú,
hamingjan sanna korter í þrjú,
komu þeir enn og kvöldu minn hug
kvalin ég nefni einn tug.
Síðan ég hef ekki farið á stjá
sannlega ekki á þessa krá,
vil ekki þurfa að vera að slást
við vesæla menn og platónska ást.
klukkan var margt en alls ekkert spes,
voru kallarnir sem kvöldu minn hug, kvíðin ég nefni einn tug.
Ég hoppaði um gólfið, heit var mín trú,
hamingjan sanna korter í þrjú,
komu þeir enn og kvöldu minn hug
kvalin ég nefni einn tug.
Síðan ég hef ekki farið á stjá
sannlega ekki á þessa krá,
vil ekki þurfa að vera að slást
við vesæla menn og platónska ást.