Samruni


Er ég horfi með
fráum augum hrafnsins
yfir þetta þunga haf
sem skilur mig frá
löngunum mínum.
Þá sé ég rúnir ristar
í vindsorfna
kletta örlaga minna.

Allt rennur í gegnum mig
sem ég væri ofin úr þoku.
Enginn sársauki
læsist í gegnum mig
með örvaroddum
sjálfspíslarinnar.
Engin öfgaþrungin
tilfinning berst
um blóðstaum minn.

Og ég er svo kyrr
að jafnvel andardráttur minn
hreyfir ekki við andartakinu.
 
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan