Í nótt dreymdi mig
að ég er stödd í miðju herbergis
þar er fjall af gjöfum til
látins manns.
Allt fólkið er horfið
allt í einu
rignir bláleitum vaxtárum
úr lofti herbergisins
Í skelfingu finnst mér
sem vaxdroparnir
þorni á mér og ég á bágt
með að hreyfa mig.
Ég hleyp því um herbergið
sem er orðið kringlótt
en ég finn enga útgönguleið.
Er allt í einu fallin í faðm móður minnar
segi með ekkaþrunginni röddu:
„Það rignir vaxtárum
úr veggjum hússins.“
Hún situr eins og drottning
stíf og hlý í senn.
Hlær við mér og segir:
„Svona gerist oft
ekkert að óttast
lífið er fullt af leyndardómum
og álögum.“
Breytist í flagð
undir fögru skinni
og hlær kalt.
Ég opna augun
sé örla fyrir vaxdropum
í lofti herbergisins.
Fell aftur í mók og dreymi þá eftirfarandi:
Ég flýg um loftið
og horfi á einkennilega lengju af húsum
sem öll standa á örmjóum tanga
mitt í hafinu.
Öldufaldur sleikir
gluggana.
Þarna búa einungis
ævafornir karlar
sem prjóna töfrapeysur
í frístundum sínum.
Peysurnar eru gæddar þeim eiginleikum
að fari maður í þær
verður maður
eins forn í sinni og karlarnir.
Hættir að hafa áhyggjur
og efasemdir.
Maður er bara fínlegur
gamall karl
með lipra fingur
og snerpu fyrir
áratogum.
Núna er enginn í þorpinu
karlarnir allir
á miðunum.
Ég hef misst vængina
og sit í knerri.
Öldufaldurinn
sleikir kinnar mínar
meðan ég ræ
út í óræða þokuna.
Ein á knerri þess
elsta af öldruðum.
Við þetta vakna ég
enn með saltstrokar kinnar
og hlæ við.
Held út í lífið
með draumana sem
salt í bragðlausa tilveruna.
þar er fjall af gjöfum til
látins manns.
Allt fólkið er horfið
allt í einu
rignir bláleitum vaxtárum
úr lofti herbergisins
Í skelfingu finnst mér
sem vaxdroparnir
þorni á mér og ég á bágt
með að hreyfa mig.
Ég hleyp því um herbergið
sem er orðið kringlótt
en ég finn enga útgönguleið.
Er allt í einu fallin í faðm móður minnar
segi með ekkaþrunginni röddu:
„Það rignir vaxtárum
úr veggjum hússins.“
Hún situr eins og drottning
stíf og hlý í senn.
Hlær við mér og segir:
„Svona gerist oft
ekkert að óttast
lífið er fullt af leyndardómum
og álögum.“
Breytist í flagð
undir fögru skinni
og hlær kalt.
Ég opna augun
sé örla fyrir vaxdropum
í lofti herbergisins.
Fell aftur í mók og dreymi þá eftirfarandi:
Ég flýg um loftið
og horfi á einkennilega lengju af húsum
sem öll standa á örmjóum tanga
mitt í hafinu.
Öldufaldur sleikir
gluggana.
Þarna búa einungis
ævafornir karlar
sem prjóna töfrapeysur
í frístundum sínum.
Peysurnar eru gæddar þeim eiginleikum
að fari maður í þær
verður maður
eins forn í sinni og karlarnir.
Hættir að hafa áhyggjur
og efasemdir.
Maður er bara fínlegur
gamall karl
með lipra fingur
og snerpu fyrir
áratogum.
Núna er enginn í þorpinu
karlarnir allir
á miðunum.
Ég hef misst vængina
og sit í knerri.
Öldufaldurinn
sleikir kinnar mínar
meðan ég ræ
út í óræða þokuna.
Ein á knerri þess
elsta af öldruðum.
Við þetta vakna ég
enn með saltstrokar kinnar
og hlæ við.
Held út í lífið
með draumana sem
salt í bragðlausa tilveruna.
úr Dagbók kameljónsins