Þvoðu á þér tærnar barn
8 ára

Hroturnar í pabba bergmála um húsið.

Ég læðist fram í forstofu og út í garð.

Döggin glitrar í morgunsólinni
og drullukaka gærdagsins stendur fíflaskreytt í sandkassanum, tilbúin til átu.

Ég príla upp í uppáhalds klifurtréð mitt og hlæ að daufum hrotunum sem heyrast innan úr húsinu.

Síðan tel ég marblettina á löppunum á mér.

27

Jess, nýtt met.
 
Arnhildur
1988 - ...


Ljóð eftir Arnhildi

Sumarnótt í sveitinni
Innrömmun
Langanir
Orð þín
Söknuður
Þvoðu á þér tærnar barn
Nótt
Hlakkaðu til hrukkanna
Kenning
Lífið
Ég er veiðimaður
Í strætóskýli
Talað við blómin
.
Stjörnuhrap
Sic transit gloria mundi
Sic transit gloria mundi
Orð þín í öðru veldi