minningarnar einar
Meðan fæturnir báru hann
hljóp hann.
Hljóp
eftir ímynduðum vegi
umlukinn svörtu silki.

Leit ekki um öxl.
Hljóp
með lokuð augun
starandi inn í augnlokin.

Á leiðinni kastaði hann
af sér hamnum,
braut hann saman
og lagði á leið sína.

Stiklaði nakinn
yfir kalda steinana.
Hvítar iljarnar
skildu eftir svört spor.

...og minningarnar einar.
 
Anna Þóra
1963 - ...


Ljóð eftir Önnu Þóru

brot
Hækur
Kyrrð
Hækur 2
Fall
Orðið
stunga
kabárutfa
Tilviljun eða grís?
Suð
húsblús
Um fjöll
Saga úr umferðinni
frelsi
Lofbogi
Lygavefur
Skýrás
Styrkur
orsök
Stjörnuskrjáf
Tiltekt
Skoskur leigumorðingi?
Blik
Án ábyrgðar
Sannalegar sannar lygar
Umsátur um ást
Múrverk
Endurminning kennarans
Klifur
minningarnar einar
bilin
X
Leikur
Jól - enn á ný
Ok
Bítl
Kvín-bí
Fífillinn
Kreppa
Himnasæla
Til mömmu