Þegar ég sá hana.þetta kvöld var ég bara
strákbjálfi
eins og öll önnur kvöld

gellur voru bara gellur
og ég hélt að ég ætti
allan heiminn.

þá sá ég hana.

Hún var með dökka lokka
sem liðuðust um háls og herðar
rannsakandi snertandi augu
sem sáu allt að mér fannst,
ég roðnaði og langaði helst
að hverfa í þetta lokkaflóð
tínast og aldrei koma aftur.  
Dalurinn
1950 - ...


Ljóð eftir Dalinn

Kveðja
Getulaus
Það andaði köldu á milli okkar.
Þegar ég sá hana.
Ósk \"Fjallkonunnar\"
Frétt ,spurning, svar.
Kveiktu bara nýjan eld
Dóttir
Beðið
Gömul ást