in memoriam 18 janúar 1984
Þín hinsta för varð hér til mín,
þig himnafaðir tók til sín.
Er nóttin kvaddi, nöpur köld,
nálguðust hin dimmu tjöld.
Nú hækkar bráðum sól í heiði,
í sálu minni er dapur leiði.
En lífið heldur áfram rennur,
og minning þín í sálum brennur.
Þakka þér fyrir allt og allt
þér aldrei var um hjartað kalt.
Þín föðurást mér yljar nú,
og elska þín og trú.
Meðan stendur minning þín,
meðan sól í heiði skín.
Mun ég pabba minnast á
við fjallavötnin fagurblá.
þig himnafaðir tók til sín.
Er nóttin kvaddi, nöpur köld,
nálguðust hin dimmu tjöld.
Nú hækkar bráðum sól í heiði,
í sálu minni er dapur leiði.
En lífið heldur áfram rennur,
og minning þín í sálum brennur.
Þakka þér fyrir allt og allt
þér aldrei var um hjartað kalt.
Þín föðurást mér yljar nú,
og elska þín og trú.
Meðan stendur minning þín,
meðan sól í heiði skín.
Mun ég pabba minnast á
við fjallavötnin fagurblá.