Bryndís Hrund
Nú er himinn heiður, skír,
held ég gleðjist lundin.
Bryndís litla Hrundin hýr,
himinsæl er stundin.

Elsku hjartans unginn minn,
á þig skíni sólin.
Er ég klappa á kollinn þinn
þá komin eru jólin.

Nú er sól og sunnanátt,
sælt er úti að ganga.
Fuglar himins hafa hátt
ég hampa litlum anga.

Björtu augun brosa blítt,
birtir yfir öllu.
Andlitið er yndisfrítt,
oft er kátt í höllu.

Ég yrki ljóð um ást og trú,
um unga mey sem þekkir þú.
Hún er mín lífsins unaðsstund,
hún heitir Bryndís Hrund.  
Steinkanína
1950 - ...


Ljóð eftir Steinkanínu

Þingvellir
Huldumaður
hestavísur..
Maríubæn.
Hestavísur
Í fyrri daga...
Vetrarkvíði
Eftirsjá
Yngri Blakkur
Á Kringlukránni
in memoriam 18 janúar 1984
Ásta
í tilefni Gleðifundar...
Bryndís Hrund
Úr Grænlandferð 93
Tryllingur...
Svanasöngur
Volæði...
Í öðrum heimi...