Úr Grænlandferð 93
Á Grænlandi var gaman vel,
glöddust drós og halur.
Tóta æddi upp á sel,
því enginn var þar hvalur.

Dídí reif upp björgin blá,
svo brast í veröld undir.
Enn í dag má undrin sjá,
um allar Grænlandsgrundir.

Hótelstjórinn hélt um stund,
hann hefði frítt í bátinn.
Eftir stóð á Grænlandsgrund,
grandalausi dátinn.  
Steinkanína
1950 - ...


Ljóð eftir Steinkanínu

Þingvellir
Huldumaður
hestavísur..
Maríubæn.
Hestavísur
Í fyrri daga...
Vetrarkvíði
Eftirsjá
Yngri Blakkur
Á Kringlukránni
in memoriam 18 janúar 1984
Ásta
í tilefni Gleðifundar...
Bryndís Hrund
Úr Grænlandferð 93
Tryllingur...
Svanasöngur
Volæði...
Í öðrum heimi...