Draumur um veruleika
Eitt andartak í eilífðinni.

Augu mætast,
hendur finnast,
alveran tekur kipp.
Hjörtu slá
Óðinn til gleðinnar.

Draumur í vöku,
draumur í fyllingu,
hrædd snerting
vonir, væntingar,
ósk sem rætist.

Mjúkur koss
eða
draumur um veruleika?  
Arngrímur Vídalín
1984 - ...
Endurómun upphafsins bls. 33.

Ort þann 23. janúar 2006.


Ljóð eftir Arngrím Vídalín

Draumur um veruleika
Póstkort í Vesturbæinn
Haustkoma
Tristran og Ísold
Lestargluggi á ferð
Hugurinn ber þig
Jesper Glad, leigubílstjóri
Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet