LANDSKEPPNIN
Vala í fjöru velkist og sporin mást í báru.
Það skvettist við klett og froðan flýtur.
Smáfugl hraðar sér á sláttu og hverfur.
Tístandi og flautandi syngur lífinu lof.
Slæður á tindi renna í hlíð við kletta.
Fífa í mýri við hverja kviðu undrast.
Fossinn talar þungri röddu í klettum.
Niðandi lækurinn segir mildar sögur.
Mosafeldur klæðir nibbur og klungur.
Mjúk er áferðin í regnúðanum silfruðum.
Spegill í dalbotni málar mynd hæðanna.
Hvítar doppur gára spegilinn og myndina.
-
Á ég að vera þar?
Gul og rauð er slikja máluð af borg við fjöllin.
Vélstrompar dæla slikjunni með kumri.
Svart í svart og hvít strikin sem blikka.
Hávært suðið berst inn um næstu glugga.
Þroskaðir sílóávextir sveiflast í kranaskógi.
Inn renna, hjá renna, frá renna málmdósir.
Hviss, hviss, dunk, dunk og brumm brumm.
Skref fyrir skref og fet fyrir fet færast verur,
inn í manngerða klettana, skrautmálaða.
Rafglóð við fingurgómana, við eyrun, heilann
við kynfærin á körlum stundum konum.
Sem blýið var rómverjum, svo sturlast fólkið.
-
Á ég að vilja vera þar?
Ég er einn í mínum eigin heimi og þar eru þeir,
hnútar andstæðnanna, hnútar náttúru og ónáttúru.
Spurningar mínar eru sverð á hnútana óleysanlegu.
Er ótti minn ástæðulaus? Verður spurn mín hnútaleysir?
Náttúran og ónáttúran takast á, í einskonar keppni.
Sérstæður verðlaunagripurinn er afhentur í lokin!
Vil ég hlusta á þjóðsönginn þann með hönd á hjarta?
Verður það kannski komið í lófa minn titrandi?
Spurningum er best að svara fyrir lokadagsetningu!
Þannig er það á öllum umbúðum og framleiðsluvörum,
Svo er einnig hjá mér, það má sjá skrifað á bakvið eyrað.
Hvað eru margir með það á bakvið eyrað eins og ég?
-
Sennilega verð ég þar hvort sem ég vil eða ekki.
Það skvettist við klett og froðan flýtur.
Smáfugl hraðar sér á sláttu og hverfur.
Tístandi og flautandi syngur lífinu lof.
Slæður á tindi renna í hlíð við kletta.
Fífa í mýri við hverja kviðu undrast.
Fossinn talar þungri röddu í klettum.
Niðandi lækurinn segir mildar sögur.
Mosafeldur klæðir nibbur og klungur.
Mjúk er áferðin í regnúðanum silfruðum.
Spegill í dalbotni málar mynd hæðanna.
Hvítar doppur gára spegilinn og myndina.
-
Á ég að vera þar?
Gul og rauð er slikja máluð af borg við fjöllin.
Vélstrompar dæla slikjunni með kumri.
Svart í svart og hvít strikin sem blikka.
Hávært suðið berst inn um næstu glugga.
Þroskaðir sílóávextir sveiflast í kranaskógi.
Inn renna, hjá renna, frá renna málmdósir.
Hviss, hviss, dunk, dunk og brumm brumm.
Skref fyrir skref og fet fyrir fet færast verur,
inn í manngerða klettana, skrautmálaða.
Rafglóð við fingurgómana, við eyrun, heilann
við kynfærin á körlum stundum konum.
Sem blýið var rómverjum, svo sturlast fólkið.
-
Á ég að vilja vera þar?
Ég er einn í mínum eigin heimi og þar eru þeir,
hnútar andstæðnanna, hnútar náttúru og ónáttúru.
Spurningar mínar eru sverð á hnútana óleysanlegu.
Er ótti minn ástæðulaus? Verður spurn mín hnútaleysir?
Náttúran og ónáttúran takast á, í einskonar keppni.
Sérstæður verðlaunagripurinn er afhentur í lokin!
Vil ég hlusta á þjóðsönginn þann með hönd á hjarta?
Verður það kannski komið í lófa minn titrandi?
Spurningum er best að svara fyrir lokadagsetningu!
Þannig er það á öllum umbúðum og framleiðsluvörum,
Svo er einnig hjá mér, það má sjá skrifað á bakvið eyrað.
Hvað eru margir með það á bakvið eyrað eins og ég?
-
Sennilega verð ég þar hvort sem ég vil eða ekki.