

Um miðja nótt
í myrkrinu svarta
fara skjannahvít
spurningamerkin
og
upphrópunarmerkin
á stjá.
Þau fara
frá einu húsi til annars.
og kíkja á gluggana.
Babblandi sitt sérstæða tungumál.
Skilja ekki!
Hvers vegna hefur okkur verið úthýst?
í myrkrinu svarta
fara skjannahvít
spurningamerkin
og
upphrópunarmerkin
á stjá.
Þau fara
frá einu húsi til annars.
og kíkja á gluggana.
Babblandi sitt sérstæða tungumál.
Skilja ekki!
Hvers vegna hefur okkur verið úthýst?