Höfnun
Eins og svarthvítt atriði
í \"slow motion\"
stóðum við augliti til auglitis.

Með einni setningu
á einu andartaki
hrundi tilveran
þegar ég uppgötvaði
að ástin væri ekki endurgoldin.
Snöggkælt hjarta á svartri nóttu.
 
Tíbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Tíbrá

Hjálparhönd
Milli vonar og ótta
Heilaþvottur
Höfnun
Nú er nóg komið!
Áróður gegn iðjuleysi