Áróður gegn iðjuleysi
Maurafótspor og vængjaþytur
ég gerðist margfætla í nótt
,,Blessaður maur\"!
En hann svarar ekki
,,Vertu sæll maur\".

Maurafótspor og vængjaþytur
ég er margfætla
gustur
,,Góða kvöldið býfluga\"
gustur - ekkert
,,Vertu sæl býfluga\".

Allir með tilgang nema ég
splatt!
Lítil margfætluklessa í miðju fótspori.  
Tíbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Tíbrá

Hjálparhönd
Milli vonar og ótta
Heilaþvottur
Höfnun
Nú er nóg komið!
Áróður gegn iðjuleysi