Skrifað 7. febrúar 2006: Þegar kynslóðin sem mundi var að mestu horfin.
„ ... og annan“

Finnst þér það ekki lýsa þessu dálítið vel?

Og annan.

og annan! og annan! og annan!

Því segi ég, kæra fólk:
það verður stríð kæra fólk.

„Svo nú er meira útlit fyrir
en nokkru sinni áður
að stríð og blóðsúthellingar
fari rénandi“

Skrifað, prentað og gefið út
árið nítjánhundruðogsex.

Kæra fólk!
átta árum fyrir stríð kæra fólk.

Þeir hafa skilgreint mörkin
og dregið um þau rauðan hring.

Þeir sögðu:
Við erum við
og allt sem við erum ekki
það eruð þið

Kæra fólk!
Nú stefnir í stríð kæra fólk.

Ekki halda að ég eða þú
eða þú og við
getum gert nokkurn skapaðan hlut.

Því að innst inni viljum við öll stríð,
það hlýtur að vera.

Og kæra fólk!
það verður stríð kæra fólk.

Af hverju brosir þú?
Hlærð? og skríkir af hamingju?

Meinlaust gaman?

Hættið að fela ykkur á bakvið
þekkingarleysið.

Hvernig mun það verja ykkur fyrir kúlunum,
skilningsleysið?

Vinsamlegast umfram allt gerið það
hættið að skýla ykkur bakvið
blóðugt áhugaleysið.

Kæra fólk!
það verður stríð kæra fólk
- fyrr en þið haldið.  
Gunnar Liljendal
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar Liljendal

Ariana
Sögur
Fyrirboðar
Í eyðimörkinni
Mólakúlú
Øst for Paradis
Skrifað 7. febrúar 2006: Þegar kynslóðin sem mundi var að mestu horfin.