

Sálartetrið rembist.
Brotið ljós flæðir um strekkta steina.
Brotið af kristöllum og rafsegulsviði.
Einbeitingin mér leynist.
Lausnir láta á sér standa,
ráðþrota fresta ég svefni og geði,
heimurinn í kring ískrar og titrar.
Ég í vítahring að vanda.
Sjóndeildarhringurinn er tómur
og heilinn framleiðir röng boðefni.
Brotið ljós flæðir um strekkta steina.
Brotið af kristöllum og rafsegulsviði.
Einbeitingin mér leynist.
Lausnir láta á sér standa,
ráðþrota fresta ég svefni og geði,
heimurinn í kring ískrar og titrar.
Ég í vítahring að vanda.
Sjóndeildarhringurinn er tómur
og heilinn framleiðir röng boðefni.