Saga um sorg í Reykjavík.
Saga þeirra er saga mín
saga þessi er engri lík
saga mín er saga þín
saga um ömmu og barn sem búa í Reykjavík.
Sorgir áttu saman þær
sögðu ei frá þeirri sorg
syrgðu saman tvær og tvær
sorgmæddar á göngu heim frá Grænuborg.
Sungu saman nótt sem dag
svefninn og á kvæðin sín
sungu ávalt sama brag
spurðu: Hvar er mamma, hvar er dóttir mín?
Sumir aldrei svörin fá
spurningin er þvíumlík
sumir aldrei fá að sjá
sorgina hjá ömmu og barni í Reykjavík.
saga þessi er engri lík
saga mín er saga þín
saga um ömmu og barn sem búa í Reykjavík.
Sorgir áttu saman þær
sögðu ei frá þeirri sorg
syrgðu saman tvær og tvær
sorgmæddar á göngu heim frá Grænuborg.
Sungu saman nótt sem dag
svefninn og á kvæðin sín
sungu ávalt sama brag
spurðu: Hvar er mamma, hvar er dóttir mín?
Sumir aldrei svörin fá
spurningin er þvíumlík
sumir aldrei fá að sjá
sorgina hjá ömmu og barni í Reykjavík.