Tárið
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýta-kind
og ótal læknar sár.

Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.

Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín,-
ég trúi´ og huggast læt.  
Kristján Jónsson
1842 - 1869


Ljóð eftir Kristján Jónsson

Vonin
Gröfin
Ekki er allt sem sýnist
Dettifoss
Staka
Kveðið á Sandi
Haust
Tárið
Þorraþræll
Delerium tremens eða: Veritas in vino.