Miðnætursólin
Þú horfir á mig þessum ótrúlega fögru augum sem breyttu mér algjörlega þegar við kysstumst
fyrst í miðnætursólinni við vatnið fyrir einhverju síðan og ég veit ekki hvort ég á að
túlka það sem ást eða hvort þér finnist ég einfaldlega skrýtinn. Umræðuefnið er ekkert frekar
en undanfarið því það er eins og neistinn á milli okkar hafi slokknað eða var hann nokkurntímann til?
Ég myndi kasta mér út í hafsauga fyrir þig, eins og litlum steini sem lendir í ölduganginum
án þess að nokkur taki eftir því utan þeirrar eilífu lífveru sem hafið er svo oft sagt
vera, og ég myndi sökkva niður á botninn og drukkna fyrir þig, hætta að anda og gleyma öllu
sem við áttum bara aðeins ef þú bara myndir biðja mig um það.

Ég vildi óska þess að þú hættir að láta mig lifa í óvissunni án þess að þú sért nokkuð að því ég túlka þetta mögulega
aðeins sem eitthvað frá þér en ég er nokkuð viss um að þetta sé aðeins tilbúningur í mínum
ástsjúka hugarheimi þú brennir mig að innan þú kveikir í hverri frumu þú brennir þig í
gegnum húðina eins og baneitruð ástarsýra og bræðir líffærin sem þjóna engum tilgangi ef ég
hef þig ekki til að veita þeim næringu því eins og allt líf þá þurfa líffærin mín líka einhverja
jákvæða orku og sú orka er falin í orðum augnaráðum snertingum og minningum um koss í
miðnætursól.  
Gunnar Pétursson
1985 - ...
til stúlku..


Ljóð eftir Gunnar Pétursson

Hugarást
Kæri heimur
Embrek
Draumur eða?
Ljósbogi
Óttasleginn
Skotinn í bakið þá sofandi ert
handa þér
Hringrás
svik
Tárfall
Vöntun
skáldsýn (Minnsta fegurð)
Angist
Fyrirspá
Breyting
Upplit
Brottfararkvæði
Afbrot
Á svona kvöldi
Blíðleiki
Djúpbrún
Naglgrátur
Aftur
Án - með - hvað?
Glaðfinning
Grændraumur
Handan fjarlægðar
Hvernig börn verða til (einstaka sinnum)
Nýr dagur í frumskóginum
Armar
orð til sofandi stúlku
Eiginleiki
Endurómur af andartaki
Orð
sérstakleiki
Ríkidómur
Ljóðpæling
Vanvirðing
Næturstund
Himinsýn (sundbaka)
Sinfónía í eyrunum (veðurdagur)
Flughaf
Tunglídularbúningi
Falldraumur
Ljósaveður
Setið á svölunum.
ónefnt
Draumfinningar
Draumaleit
Feluleikur
Sláttur
Atvikskvæði
Aðfaranótt laugardags
Afbrot II
Þegar krumminn bjargaði deginum.
Dagur í lífi djöfuls viðrinis
Mynd af kveðjustund, máluð á minningu
Raunir hins hjartarifna
Eindrykkja
Stúlkan
Þar sem draumar eru drepnir
Stúlkan II
Tímamót
Stúlkan III
Kvótt (búið og gert) - óljóð
Tóma Rúm
Ósvefnía
Kveðja til vinkonu
Miðnætursólin
Helgin í hundraðogeinum
Þagnaðu
Tálsýnirnar
Sniftin