Lyst?
Nútímalist er listin
Nútímalist er listin að lesa duldar merkingar
Nútímalist er listin að lesa duldar merkingar út úr einföldum hlutum

Svona eins og ljóðum

Nútímalist er að lesa hugrenningar ljóðskáldsins
Út frá staðsetningu setninganna á blaðsíðunni,
Út frá punktum og kommum
Út frá sjónarhorni ljósmyndarans á mjólkurfernu eða gamalt bananhýði
(Það er nefnilega alltaf svo fallegur litur á gömlum bananahýðum)

Er þá ekki allur heimurinn nútímalistaverk?
Og allir í honum listamenn.

Nútímalist er að gera list úr venjulegum hlutum

Nútímalist er ólyst
 
Maddý
1988 - ...
Tileinkað manninum sem bjó til ljósmyndasýningu úr myndum af taugafrumum.
Mér þykir vænt um hann þrátt fyrir að hann hafi talað mjög lengi.


Ljóð eftir Maddý

Ósanngjarnt
Helgarpabbi
Hinn almenni nemandi.
Persónuleikalaus?
Lyst?
Tilviljunarkenndar tilfinningar únglingsins