Tilviljunarkenndar tilfinningar únglingsins
Tilfinningar eru svo ofmetnar.
Ljóðskáld keppast við að semja um þær
Blossandi, yfirþyrmandi tilfinningar sem heltaka mann og hafa áhrif á heimsmálin

Frakklandsforseti labbaði víst út af fundi um daginn
Þeir eru svo skapstórir þessir frakkar

Ást er einnig ofmetin

Ástfangin pör keppast við að segja hvort öðru í eins stórfenglegum og magnþrungnum orðum og þau geta hversu mikið þau elska hvort annað

Ég elska þig svo mikið, að ég hlífi þér við því að segja þér það.
 
Maddý
1988 - ...


Ljóð eftir Maddý

Ósanngjarnt
Helgarpabbi
Hinn almenni nemandi.
Persónuleikalaus?
Lyst?
Tilviljunarkenndar tilfinningar únglingsins