Karlmennskan holdi borin
Geturðu gert eitthvað stórt, eitthvað mikið, sem vekur áhuga og athygli en þó um leið óttablandnar tilfinningar. Eitthvað sem sýnir að ég er ég sjálfur, ég er sjálfstæður. Eitthvað sem sýnir að ég fer mínar eigin leiðir, að ég sé brautryðjandi. Mig vantar eitthvað sem sýnir að ég syndi á móti straumnum, ég er nú einu sinni Karl Ólafsson, sá eini, sanni karl. Karlmennskan uppmáluð, en þó ekkert karlrembusvín, nei nei af og frá. Ég fór á í kvennagönguna og stið konur af fullum hug, en engu að síður þá er ég karlmaður, fullorðinn og sjálfstæður karlmaður.

Annars væri bara fínt að fá smá snyrtingu hérna á hliðunum og aðeins að aftan. Ekkert og dýrt samt, fátækur námsmaður þú skilur.  
Hlín Ólafsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Hlín Ólafsdóttur

tjaldvörðurinn
konudagurinn
lítil saga um sprengingu
Karlmennskan holdi borin
banvæn gleymska
A.T.H