Einhvern daginn
Er við sátum
og töluðum um lífið,
um þig mig
og allt sem á vegi
okkar varð,
um þá strengi tilfinninga
sem við bæði geðjumst að,
þá var ég glaður.

Enn nú sárt mér þykir
að við getum eigi
verið saman,
einkum er það rökkvar.

Já sárt mér þykir að
við getum ekki legið í
laut og brosið til sólar
og heilsað morgni er vakna
myndum við saman.

Já sárt mér þykir að geta
ekki þrýst þér að mér í
hvílíkri ástríðu og heyra
þitt ljúfa lag.

Já sárt mér þykir að geta
ekki gengið með þér um götur
hönd í hönd og hyllt þá eldri
sem æskunni ber að gera.

Já sárt mér þykir að við getum
ekki orðið eitt í faðmi þessa
lands og sungið með fuglunum
hinn fegursta sálm og í
eilífðinni dvalið.

Já sárt mér þykir
og stanslaust vona að
einhvern daginn munir þú
skríða inn um glugga minn
og berskjalda mig með
þínu fagra brosi
og varpa ljósi á skugga
minn með þínum blómlegu
duttlungum.

Já það stanslaust ég vona,
AÐ einhvern tíman muni rætast,
einhvern daginn.

Já einhvern daginn.
 
Sigurður Freyr Pétursson
1984 - ...


Ljóð eftir Sigurð Frey Pétursson

Hæðnislegt volæði
Mannskepnan
Hetjan
Samspil
Glampinn er horfin
Tindurinn
Skömmin
Einhvern daginn