Heift
Tveir á heiði hittust reiðir,
hverr á móti öðrum feigur sneri,
nornin kalda grimman galdur
galið hafði þeimog vélar.
Illum tárum augun fylltust,
annarlega brostu gamni,
fann hver bana í brosi annars,
brugðu hjörvum, týndu fjörvi.  
Grímur Thomsen
1820 - 1896


Ljóð eftir Grím Thomsen

Ólund
Þrír viðskilnaðir
Huldur
Á Glæsivöllum
Rakki
Vörður
Arnljótur gellini
Á sprengisandi
Skúlaskeið
Ólag
Landslag
Á fætur
Heift
Sólskin
Átrúnaður Helga magra
Bergþóra
Álfadans