Í mörkinni
Í mörkinni berjast hrímþursar og nátttröll
um lágnættið að dagrenningu.
Viðkvæmur reyrinn treðst undan nettum fótum
berfættrar mannveru sem finnur steinblóð
vígvallarins þrýstast á milli tána sem límast
saman til að halda hópinn. Tvær og tvær eins
þær hafi verið skapaðar til þess eins.
Að morgni í skímu, þagnar ómur næturinnar
og mannveran hleypur nakin innan um dranga
og dimmuborgir. Fórnarlömb hríms og nætur
bíða sólargeislans og þess að
mannveran veki þá af þyrnirósarsvefni
með kossi sem bræðir steinrunnin hjörtu.
 
Ærir II
1959 - ...


Ljóð eftir Æri

Í mörkinni
Hugljómi
Ljóðheimar
Urt
Meitill
Brot
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós
Bið
Gleymdu mér ei
Besame
Bjarmi
Hrím
Blæbrigði
Dreyri
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður
Spegill
Naustabryggja
Gyðja
Blómið
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót