Besame
Kossinn þinn heitan,
kysstu mig, kysstu mig oft
ef kveðjumst í dag
vonin í hjarta mér deyr
aldrei við snertumst á ný.

Augun þín djúpblá
kom, kom þú nær mér í kvöld
í djúpinu speglar
speglast í augunum ást
á morgun ég söknuðinn ber

Í húmi ég kveð
mitt hinsta og fegursta ljóð
handa þér einni
hræðist ei söknuðinn meir
ef kyssir, kyssir þú mig

Ást, haltu mér fast
við faðminn þinn þétt í nótt
fjarlægðin heilsar
ekkert ég þekki svo sárt
augun þín hverfa á braut.

Kysstu mig lengi
í draumum komdu til mín
geymdu í augum
spegilmynd ástar sem dó
aftur mig vektu til lífs.
 
Ærir II
1959 - ...
(tanka nr 15.
þýðing/staðfæring/eða ort undir áhrifum af á ljóði Consuelo Velázquez, Besame mucho)


Ljóð eftir Æri

Í mörkinni
Hugljómi
Ljóðheimar
Urt
Meitill
Brot
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós
Bið
Gleymdu mér ei
Besame
Bjarmi
Hrím
Blæbrigði
Dreyri
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður
Spegill
Naustabryggja
Gyðja
Blómið
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót