Aðventa
Blessuð jólin börnum lýsa
björt og skær um vetrarnótt
Jólastjarnan veginn vísar
verður brátt í hugum rótt.

Hátt við syngjum sálm um jólin
sefast hugur enn á ný
Hrífumst öll um heimsins bólin
hjartagæskan birtist hlý.

Nú mun aftur birtast bráðum
bjarmi ljóss á himni hátt
Okkar ósk er öll við þráðum
ekkert leika mun oss grátt.

Líður mynd að ljúfum drengi
er lagður var í jötu lágt
Lifnar stundin logar lengi
um líf með Kristi syngjum dátt.

Kveðjum drunga og daufan huga
dveljum lengi vinum hjá
Æsku minnumst, ekkert bugar
öll við gleðjumst jólum á.
 
Ærir II
1959 - ...


Ljóð eftir Æri

Í mörkinni
Hugljómi
Ljóðheimar
Urt
Meitill
Brot
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós
Bið
Gleymdu mér ei
Besame
Bjarmi
Hrím
Blæbrigði
Dreyri
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður
Spegill
Naustabryggja
Gyðja
Blómið
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót