S a g a
Í djúpri og hljóðri nótt.
Gengur inn í ósýnilegan skugga
með skynfærin þanin til hins ýtrasta.
Kannski heyrir þú mal hennar
vonar að þú verðir ekki næsta bráð.
Vonar að hún beini ekki
ástarþrungnu augum sínum til þín.
Álög hennar eru öðrum máttugri.
Hún ágirnist tryggð þína að eilífu
með því að láta þig hamskiptast
í uppáhalds gæludýrið sitt.
Temur vilja þinn
þannig að þú glatar
vilja þínum til að lifa
nema aðeins fyrir hana og
leikina hennar.

Þetta er tælandi nautnaleikur.
Kannski er hann lykillinn að öllum þínum þrám.
En þegar hún strýkur krókódílaskinnið þitt,
með lostafjöðrum sínum
og skilur þig svo eftir
í örvæntingu þinni og þrá.
Þá byrjar vilji þinn að skríða inn í hjartað.
En þú hefur gleymt hvað hann táknar.
Þú finnur bara óttann, tómleikann
og lostann.  
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...
Upprunalega samið fyrir tölvuleik sem kom út í USA fyrir margt löngu... en tilvísunin er að sjálfsögðu í Norræna Goðafræði... og gyðjuna Sögu


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan