Mynd af Frigg

Þegar tunglið er fullt
þá opnar hún æð viskunnar
og bíður honum að bergja á.

Verndari týndra sálna
örlagavaldur.

Það eru ekki til neinar myndir
af andliti hennar.

Hún er hið dulda afl þekkingar,
dansar í skugga Óðins.
Fyllir hann sér,
fyrirgefur taumleysið.


Hún er gyðja gyðjanna
vörður leyndarmála.  
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan