Stríðshetjur
Hinar sönnu stríðshetjur borgarastríðsins,
munda ekki vélbyssurnar í fremstu víglínu.
Hetjurnar eru þeir sem snéru baki við
glórulausu hatrinu.
Fengu aldrei járnbragð hefndar í munninn.
Flúðu á vit óttans,
rifu burt allar rætur,
öll metorð,
allan veraldlegan auð.
Tóku ekkert nema sjálfa sig
og óm menningar sinnar með sér.
Ekkert nema minningu
um ilm moldarinnar,
þar sem forfeður þeirra höfðu
lifað um aldir alda.
Ekkert.
Ekkert
nema einlitan söknuð,
og spurnina
hver er lífs
og hver er liðinn.
Ekkert.
Ekkert
nema nagandi bið
og brennandi spurning
Hvort að þau séu ævarandi útlagar
heima og heiman.
munda ekki vélbyssurnar í fremstu víglínu.
Hetjurnar eru þeir sem snéru baki við
glórulausu hatrinu.
Fengu aldrei járnbragð hefndar í munninn.
Flúðu á vit óttans,
rifu burt allar rætur,
öll metorð,
allan veraldlegan auð.
Tóku ekkert nema sjálfa sig
og óm menningar sinnar með sér.
Ekkert nema minningu
um ilm moldarinnar,
þar sem forfeður þeirra höfðu
lifað um aldir alda.
Ekkert.
Ekkert
nema einlitan söknuð,
og spurnina
hver er lífs
og hver er liðinn.
Ekkert.
Ekkert
nema nagandi bið
og brennandi spurning
Hvort að þau séu ævarandi útlagar
heima og heiman.
úr ljóðalistaverkasmákverinu "Heimurinn" fæst í ljóðabókabúð Nýhils... í mjög takmörkuðu upplagi...