Stríðshetjur
Hinar sönnu stríðshetjur borgarastríðsins,
munda ekki vélbyssurnar í fremstu víglínu.

Hetjurnar eru þeir sem snéru baki við
glórulausu hatrinu.
Fengu aldrei járnbragð hefndar í munninn.

Flúðu á vit óttans,
rifu burt allar rætur,
öll metorð,
allan veraldlegan auð.
Tóku ekkert nema sjálfa sig
og óm menningar sinnar með sér.
Ekkert nema minningu
um ilm moldarinnar,
þar sem forfeður þeirra höfðu
lifað um aldir alda.
Ekkert.

Ekkert
nema einlitan söknuð,
og spurnina
hver er lífs
og hver er liðinn.
Ekkert.

Ekkert
nema nagandi bið
og brennandi spurning
Hvort að þau séu ævarandi útlagar
heima og heiman.
 
Birgitta Jónsdóttir
1967 - ...
úr ljóðalistaverkasmákverinu "Heimurinn" fæst í ljóðabókabúð Nýhils... í mjög takmörkuðu upplagi...


Ljóð eftir Birgittu Jónsdóttur

Hin daglegu stríð hverdagsleikans
Dagur beinanna
Uppgjörið
Samruni
Tungumál steinanna
Ljóð fíflsins
Í nótt dreymdi mig
Meinið
S a g a
Mynd af Frigg
Stríðshetjur
Niðurtalning til stríðs
Fjallkonan