Fæðing dags.
Vekjaraklukkan,
dregur gardínur augnana frá að morgni
og vil að framhaldi drauma minna ég fórni,
fyrir vakandi lífið, innan um líð og læti,

þeyttur ég varpa fram úr rúminu fyrsta fæti
og sé svo til þess að annar mæti,
teygi mig í bláa sokka,
nývaknaður og laus við allan þokka.

Opna fyrir ljósið
lít yfir fjósið.
Raða á mig fötum með handtökum lötum.

Gef andlitinu að borða
svo seðjist í mér maginn,
geng loks að hurðini og hleypi mér út í daginn.  
zaper
1984 - ...


Ljóð eftir zaper

Upplifun
Móðir
Fallegu lömbin
Fæðing dags.
Hvar verða rímur til?
Fugl óféti
PS.
Gaulandi kettlingur
Örbylgja I
Örbylgja V
Kveðjumst