Fugl óféti
Berðu fuglunum boð frá mér,
um að þeim sé hollara að forða sér.

Blístrandi eins og fífl, út í heiminn,
Svo ef ég nálgast, þá þykist hann feiminn.

Vaðfugla væl og urrandi vargar,
ropandi rjúpur og stelkur sem gargar.

Já komiði fuglar og vekið mig í fríi,
ég skal gefa ykkur gjöf
og hún er úr blýi.

Dragúldinn vaknaður, segi ekki orð,
Pýri augun,
og í huganum föndra við huxana morð.

Svefninn átti að vera mitt afrek í alla nótt.

Ég bið ekki um annað en á meðan sé hljótt.

Loðinn svanur syngjandi um ekki neitt,
það skyldi engan undra þó það geti mann reitt.

Hvítmjúkir maðkar skulu fá ykkur í nesti!
já, þannig vildi ég helst fara
með þessa óboðnu gesti.


\"lóan er komin\"

já voða gaman!!!!

það væri í lagi,
ef hún héldi sér saman.



jæja svona fór þá um svefninn í þetta sinn,
helli mjólk saman við kaffið,
Þeim verður þó allavega ekki boðið inn.  
zaper
1984 - ...


Ljóð eftir zaper

Upplifun
Móðir
Fallegu lömbin
Fæðing dags.
Hvar verða rímur til?
Fugl óféti
PS.
Gaulandi kettlingur
Örbylgja I
Örbylgja V
Kveðjumst