PS.
Tilfinningarnar sem um líkama okkar flæða,
eru þér allar í hag,
þér, sem ert ekki hér í dag.

Nú ertu vængjaður engill á sveimi,
sennilega sá eini þinnar tegundar
í þessum heimi.

Fallega brosi þínu
aldrei ég gleymi,
það bræddi sig í hjarta mitt
og þar ég það geymi.

Veröldin virðist oft
vera grimmur hundur,
sem, þegar við eigum síst von á
tætir hjörtu okkar í sundur.

Það skítur bara svo skökku við
að þú hafir á undan okkur
staðið við himnana hlið.

Með andlitið bjart
og brosið svo breitt,
hleypur þú um í huga mér
en stefnir ekki neitt,

horfi til himins
\"mér þykir það svo leitt\"

Einhver hinumeginn stefnulýsir þér
leiðir þig nýja veginn
og útskýrir það sem fyrir augum ber.

Fjaran er sandur
með fuglana slóð,
lífið er fjara
og senn kemur flóð.

blessaður vertu vinur að sinni
en þú munt ávalt eiga pláss í minningu minni.

Í huganum við plötum okkur
með að lífið sé lengi að líða,
en sannaðu til
þess verður ekki langt að bíða,
að komum við
og fáum aftur að líta
andlitið þitt frekknótta fríða.  
zaper
1984 - ...


Ljóð eftir zaper

Upplifun
Móðir
Fallegu lömbin
Fæðing dags.
Hvar verða rímur til?
Fugl óféti
PS.
Gaulandi kettlingur
Örbylgja I
Örbylgja V
Kveðjumst