Ógeðsleg
Einhvern daginn langar mig að fara í gufubað,
og vera þar í langan tíma.
Bara til að finna lyktina af sjálfri mér þegar eg kem út.

Mig langar líka til að prófa að raka hárið á höfðinu af,
og leyfa líkamshárunum að vaxa í einhvern tíma.
Fara svo nakin á strönd þar sem nekt er bönnuð,
sjá sólina glampa í skallanum,
og flétta svo hárin á loðnum leggjunum.

Mér myndi einnig finnast gaman
ad velta mér uppúr drullunni hjá svínunum.
Fara svo í partýdressið,
bruna á diskótek og nudda mér upp að einhverjum drengstaulanum,
og sjá svipinn á honum, og að sjá hann kúgast.

En annað sem væri líka skemmtilegt,
væri að pissa í könnu,
hita það,
og bjóða einhverjum leiðinlegum í te.

En toppurinn á þessu öllu er líka að fara í fínt matarboð,
borða með vitlausum hnífapörum,
sötra súpuna, ropa og prumpa,
hlæja svo ógurlega að eigin fyndni.
Vera svo dónaleg
að á endanum myndi allar fínu kellingarnar
fussa, sveija, leggja nafn guðs við hégóma,
og yfirgefa matarboðið hneykslaðar á svip.
Þá myndi ég hella hvítvíni í glös,
bæta við vænum skammti af laxerolíu,
og senda þeim það sem vott um iðrun.  
Möguleiki
1992 - ...
Það er svo ósanngjarnt að strákar megi haga sér eins og þeir vilja, en um leið og stelpur gera eitthvað sem "er ekki vid hæfi" þá er sussað á þær.
Ég get ekki talið hversu oft það hefur verið sagt við mig: "Vertu nú svolítið pen." Nei! Ég neita að vera pen.


Ljóð eftir Möguleika

Gelgjuskeiðið
Ógeðsleg
Fáviska
Fiðrildi
ég og þú, nákvæmlega ekkert.
Ligemeget.