ég og þú, nákvæmlega ekkert.

ég gaf þér von um betra líf,
þegar von þín hvarf.

ég hylmdi yfir sannleikanum,
þegar þú varst of veikburða til að heyra hann.

ég bauð þér undir verndarvæng minn,
þegar skjól þitt hrundi.

ég gaf þér alla krafta mína,
þegar þú áttir engan styrk eftir.

ég grét fyrir þig,
þegar öll tár þín voru búin.

ég varði þig,
þegar þú varst gjörsamlega varnarlaus.

ég hjúkraði þér,
þegar veikindin börðu að dyrum.

ég leiddi þig,
þegar augu þín ekki sáu.

ég hélt á þér,
þegar fætur þínir gáfust upp.

ég var þar alltaf fyrir þig,
þegar þú þarfnaðist mín.


ég datt,
þú labbaðir framhjá mér og sagðir ekkert.

ég grét,
þú labbaðir framhjá mér og sagðir ekkert.

ég bugaðist,
þú labbaðir framhjá mér og sagðir ekkert.

ég brotnaði,
þú labbaðir framhjá mér og sagðir ekkert.

ég hrópaði,
þú labbaðir framhjá mér og sagðir ekkert.

ég brást þér,
og athygli þinni var náð.

\"þú ert ömurleg,
og ekki til að treysta á\"

- takk fyrir ekkert, helvitis auminginn þinn.
 
Möguleiki
1992 - ...
"Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig" .. stundum virkar það bara ekki.


Ljóð eftir Möguleika

Gelgjuskeiðið
Ógeðsleg
Fáviska
Fiðrildi
ég og þú, nákvæmlega ekkert.
Ligemeget.