Fáviska
Ég sakna þín ekkert,
en ég sakna þess samt að sakna þín.

Mig langar ekkert í þig,
eða mig langar allavega ekki til þess ad langa í þig.

Ég hugsa aldrei um þig,
en ég hugsa oft um að hugsa ekki um þig.

Ég elska þig alls ekkert,
en ég elskaði nú samt ad elska þig.

Ég veit ekkert um ást,
ég veit það allavega.  
Möguleiki
1992 - ...
Ó þessi ást .. fer gjörsamlega með mann.


Ljóð eftir Möguleika

Gelgjuskeiðið
Ógeðsleg
Fáviska
Fiðrildi
ég og þú, nákvæmlega ekkert.
Ligemeget.