Tilfinningafelarinn
Undir moldinni er allt sem ég fel.
Hver litla ögn sem ég hef inní mér,
Hugarins hvísl og háværu köll
Er ei auðvelt að binda föst hér.

Styrkurinn sem lokar allt tal,
Um ósköp venjulegar kenndir
Um hjartað sem drengurinn stal
Er furðulegur, ég veit það.

Hefurðu fundið til inní þér
Og aðeins langað að vera til.
En kýst samt að vera einn og sér
Í hræðslu við tjáningar þínar.
 
Eva Rut
1987 - ...


Ljóð eftir Evu Rut

Næturvísa
Draumur 30. nóvember \'05
Way Out
The Last Session
Tilfinningafelarinn
Tónlist
Hafið
Dansinn