

mér finnst eins og blómin séu seðlar
syngjandi fimmþúsundkallar
þau blakta í blænum á öræfum Austurlands
og eru ekki lengur tilfinningaleg
þau blakta í blæ
ræ ræ ræ ræ
og mamma á ekki lengur landið sitt
- - - -
fýkur undan landinu ástin á landinu
í landinu er ekki lengur ást
á landinu
hvers vegna er gljúfrum breytt í kúrvur?
hvers vegna er gæsum breytt í óvini?
hvers vegna er mér breytt í hryðjuverkamann?
hvers vegna er mótmælandi sjálfkrafa iðjuleysingi?
hvers vegna er náttúruvísindamaður á varðbergi?
hvers vegna er náttúruljósmyndarinn áróðursmeistari?
hvers vegna segir Valgerður allt annað en satt
og af sér?
syngjandi fimmþúsundkallar
þau blakta í blænum á öræfum Austurlands
og eru ekki lengur tilfinningaleg
þau blakta í blæ
ræ ræ ræ ræ
og mamma á ekki lengur landið sitt
- - - -
fýkur undan landinu ástin á landinu
í landinu er ekki lengur ást
á landinu
hvers vegna er gljúfrum breytt í kúrvur?
hvers vegna er gæsum breytt í óvini?
hvers vegna er mér breytt í hryðjuverkamann?
hvers vegna er mótmælandi sjálfkrafa iðjuleysingi?
hvers vegna er náttúruvísindamaður á varðbergi?
hvers vegna er náttúruljósmyndarinn áróðursmeistari?
hvers vegna segir Valgerður allt annað en satt
og af sér?