Herinn og nauðsyn hans
herinn gaf okkur flugvelli

herinn gaf okkur tæknilegt forskot

herinn gaf okkur smekk fyrir sjónvarpsefni

herinn gaf okkur heilbrigða samkeppni um konur

herinn gaf okkur lýðræði

herinn gaf okkur hagvöxtinn

herinn gaf okkur frið frá klikkuðum rússum

herinn gaf okkur

herinn gat okkur


og nú er hann að fara, hvað verður um mig þá?

af hverju þurftuð þið að móðga hann með

vanþakklæti og heimtufrekju? af hverju?  
Páll Austmann
1951 - ...


Ljóð eftir Pál Austmann

Mér finnst eins og blómin séu seðlar
Herinn og nauðsyn hans
Landið mitt
Hver hefur skapað blómin smá?
Sjá roðann í austri, amma!
Nú andar suðrið