Mér finnst eins og blómin séu seðlar
mér finnst eins og blómin séu seðlar

syngjandi fimmþúsundkallar

þau blakta í blænum á öræfum Austurlands

og eru ekki lengur tilfinningaleg

þau blakta í blæ

ræ ræ ræ ræ

og mamma á ekki lengur landið sitt

- - - -

fýkur undan landinu ástin á landinu

í landinu er ekki lengur ást

á landinu

hvers vegna er gljúfrum breytt í kúrvur?

hvers vegna er gæsum breytt í óvini?

hvers vegna er mér breytt í hryðjuverkamann?

hvers vegna er mótmælandi sjálfkrafa iðjuleysingi?

hvers vegna er náttúruvísindamaður á varðbergi?

hvers vegna er náttúruljósmyndarinn áróðursmeistari?hvers vegna segir Valgerður allt annað en satt

og af sér?  
Páll Austmann
1951 - ...


Ljóð eftir Pál Austmann

Mér finnst eins og blómin séu seðlar
Herinn og nauðsyn hans
Landið mitt
Hver hefur skapað blómin smá?
Sjá roðann í austri, amma!
Nú andar suðrið