Rigning (2004)
Ég horfi á eftir þér skella hurðinni.
Sest við opinn gluggann
og leyfi regndropunum að draga
svartar rákir í klístrað meikið.
Niðrí pollana á götunni hendi ég
hugsunum mínum
þar til spegilmynd mín í glerinu
er jafn auð og tóm
og skúffurnar í náttborðinu þín megin við rúmið.
Þegar styttir upp
og sólin sópar burt pollunum
þyrlast minningarnar upp með göturykinu.
Ég loka glugganum svo þær
festist ekki á tárvotum kinnunum
en horfi áfram út um óhreina rúðuna.
Það er ekki
fyrr en þú kemur aftur
og kemst að því að það skelltist í lás
sem ég læðist út
bakdyramegin.
Sest við opinn gluggann
og leyfi regndropunum að draga
svartar rákir í klístrað meikið.
Niðrí pollana á götunni hendi ég
hugsunum mínum
þar til spegilmynd mín í glerinu
er jafn auð og tóm
og skúffurnar í náttborðinu þín megin við rúmið.
Þegar styttir upp
og sólin sópar burt pollunum
þyrlast minningarnar upp með göturykinu.
Ég loka glugganum svo þær
festist ekki á tárvotum kinnunum
en horfi áfram út um óhreina rúðuna.
Það er ekki
fyrr en þú kemur aftur
og kemst að því að það skelltist í lás
sem ég læðist út
bakdyramegin.